23.03.2010 - 14:42

Skemmtileg myndskeiđ frá Hornströndum

Hćlavíkurbjarg huliđ ţoku. Mynd Melrakkasetur
Hćlavíkurbjarg huliđ ţoku. Mynd Melrakkasetur
Franskir ferðamenn sem gengu um friðlandið á Hornströndum sumarið 2009 hafa birt tvö skemmtileg myndbönd frá gönguferð sinni á vefnum youtube.com. Í myndbandinu má sjá myndskeið frá mörgum fallegustu stöðum Hornstranda og svipmyndir frá göngu þeirra félaga en undir myndböndunum hljómar tónlist hljómsveitarinnar Sigurrósar. Nafnið þess sem setur myndbandið inn er Julian Vallette, hvort hann er höfundur vitum við ekki.

Að sjálfsögðu koma melrakkar við sögu enda er Friðlandið þeirra paradís, að minnsta kosti að sumarlagi þegar nóg er af æti. Einnig sést nokkrum lundum bregða fyrir en þó þeir séu ekki eins algengir þar og t.d. í Látrabjargi, sést alltaf eitthvað af þeim.

Við tókum okkur bessaleyfi og fengum fréttina lánaða af www.bb.is

Fyrra myndskeiðið má sjá hér og það seinna hér

 

Vefumsjón