30.01.2010 - 20:50

Sjálfbođaliđar ađ störfum

« 1 af 3 »
Í dag komu fimm sjálfboðaliðar til að vinna í Eyrardal, þar sem Melrakkasetrið mun verða til húsa. Þetta voru þau Etienne, Alexander, Alan, Lindsay og Jennifer, öll nemendur í strandsvæðastjórnun hjá Háskólasetri Vestfjarða á Ísafirði.
Verkefni dagsins var að flokka og hreinsa gamla panelinn úr húsinu sem var byggt fyrir aldamótin 1900. Með því að hreinsa og flokka panelinn gera þau smiðunum okkar auðveldara fyrir í að endurnýta sem mest af upprunalegu byggingarefni hússins, sem gerir húsið enn sérstakara fyrir vikið ef vel tekst til.

Eftir fjögurra klukkustunda vinnu, sem gerir samtals 20 vinnustundur, var fólkinu boðið heim til Dagbjartar stjórnarmanns MÍ, sem bauð upp á ljúffenga fiskisúpu og brauð og kaffi og gómsæta súkkulaðiköku í eftirrétt.

Það er ómetanlegt fyrir okkur að fá slíka aðstoð í endurbyggingunni og við vonumst til að sjá fleiri sjálfboðaliða á komandi vikum, nóg er af verkefnum.

Sjá myndir á www.melrakki.is
Vefumsjón