26.08.2010 - 20:44

Síđasta helgin !

Frosti er farinn ađ fá smá vetrarfeld ..
Frosti er farinn ađ fá smá vetrarfeld ..
Nú eru aðeins örfáir dagar eftir af ágústmánuði og ferðamannasumarið að styttast í annan endann. Framundan er síðasta helgin sem við höfum opið samkvæmt sumartíma, frá tíu á morgnana til tíu á kvöldin. Á þessum tíma er bæði opið á kaffihúsinu og melrakkasýningunni.
Á mánudag, þann 30. Ágúst, verður opið á Melrakkasetrinu samkvæmt áætluðum vetrartíma eða frá tíu til fimm alla virka daga.

Tekið er á móti hópum á öðrum tímum eftir samkomulagi og er hægt að hringja í síma 456-4922 eða senda tölvupóst í gegnum heimasíðuna, www.melrakki.is. Verið er að gera ráðstefnufært uppi á lofti og við mælum með því að fyrirtæki bjóði starfsmönnum sínum í heimsókn á Melrakkasetrið. Einnig verða unnin verkefni fyrir grunn- og framhaldsskólanemendur og bjóðum við upp á skólaheimsóknir, verkefni og fyrirlestra ef óskað er eftir því.

Fyrirhugað er að hafa nokkrar uppákomur í vetur, leiksýningin „Gaggað í grjótinu" kemur aftur auk þess sem læðukvöld og tónleikar með Mugison og fleirum eru á áætluninni. Fylgist því með á heimasíðunni og á Facebook...
Vefumsjón