04.05.2009 - 16:49

Samkeppnin í fullum gangi

Bók um melrakka eftir Evu Fuglei og Kirsti Blom
Bók um melrakka eftir Evu Fuglei og Kirsti Blom
Nú eru aðeins nokkrir dagar í að samkeppninni um handverk og minjagripi fyrir Melrakkasetrið ljúki.

Tillögur eru að tínast inn og má segja að þar kenni margra grasa enda íslendingar upp til hópa skapandi og hugmyndaríkir. Reyndar hafa borist tillögur frá fleiri löndum þannig að það má segja að við höfum haft á réttu að standa þegar við héldum því fram að það væri lítið sem ekkert til af gjafavöru með melrökkum og gaman að eiga þátt í að bæta úr því.

Við tökum spennt á móti póstinum á hverjum degi enda gaman að sjá hvað fólki dettur margt skemmtilegt og hagnýtt í hug.

Hvetjum svo til áframhaldandi sköpunar enda er aldrei nóg til af fallegri gjafavöru og alltaf gaman að fá eitthvað nýtt. 

munið - 10. maí!

Vefumsjón