13.03.2009 - 11:49

Samkeppni um handverk

Hvert örstutt spor ...
Hvert örstutt spor ...
Nú er um að gera að fara að prjóna, hekla, tálga, sauma út, skera út, leira, mála, smíða, hanna, teikna, búa eitthvað til ....

Melrakkasetrið bráðvantar vörur til að selja í vefverslun sem opnar í vor og á sýningunni í Eyrardal - það er nánast ekkert til af vörum með tilvísun í melrakka en okkur langar í allskonar hluti, til dæmis ullarvörur, textíl, keramik, skart, skinnavörur, trévörur, glervörur o.s.frv..

Endilega verið með og leggið höfuðið í bleyti - hver veit nema ykkar hugmynd slái í gegn !

nánari upplýsingar á síðunni um samkeppni

 
Vefumsjón