17.12.2008 - 18:09

Re(i)fa(ra)kaup

þessi frétt birtist á mbl.is í gær (sjá mynd) - þess efnis að maður einn í Kína hafi keypt sér hvítan hund af ætluðu pommeran kyni á markaði. Hundurinn reyndist ótemja hin mesta, beit og hlýddi engu auk þess sem hann lyktaði illa þrátt fyrir ítrekuð böð. Eftir að hafa farið með hundinn í dýragarð til greiningar, fékk hann loks að vita að skepnan væri alls enginn hundur heldur afar fágætur heimskautarefur eða melrakki !!
Hvar hinn óprúttni sölumaður fékk dýrið kemur ekki fram en nú hefur lágfótu verið komið fyrir í áðurnefndum dýragarði og verður þar til sýnis gestum og gangandi.

Vefumsjón