13.06.2010 - 23:03

Refaferđ á Hesteyri

Miđnćtursól á Hornströndum
Miđnćtursól á Hornströndum
Í tilefni af opnun Melrakkasetursins í Súðavík var farið í sérstaka refaferð til Hesteyrar seinnipartinn í gær, laugardaginn 12. júní. Sérfræðingar setursins leiðbeindu gestum um að koma auga á lágfótu sem leynist víða í friðlandinu og fræða þá um líf þessarar merkilegu skepnu sem hefur verið friðuð á Hornströndum frá árinu 1994. Það voru þau Ester Rut Unnsteinsdóttir, Páll Hersteinsson, Anders Angerbjörn, Frank Drygala, Karin Norén og Bodil Elmhagen sem fóru fyrir hópnum.

Ein tófa sást í þessari stuttu ferð og voru leiðangursmennirnir (30 manns) gríðarlega ánægðir með að sjá dýrið og heyra það gagga á mannskapinn.

Siglt var frá Ísafirði til Hesteyrar eftir opnunarhátíðina í Súðavík. Það voru Vesturferðir sem sáu um ferðina sem farin var í tilefni þessara merku tímamóta, en sætafjöldi var takmarkaður.
Vefumsjón