27.06.2010 - 15:28

Rebbi kíkir í heimsókn

Frosti litli
Frosti litli
Það er löng hefð hér á vestfjörðum að taka heim yrðlinga og hafa heima yfir sumarið. Við fáum einn slíkan í heimsókn af og til í sumar. Hann heitir Frosti og er um það bil 6-7 vikna gamall, hann er af hvítu litarafbrigði. Myndirnar sýna Frosta litla þegar hann var í heimsókn í dag.
Annars hefur verið nóg að gera á setrinu og viðtökurnar eru góðar enda er frábært að koma hingað og skoða húsið, sýninguna og rebba litla.
Kaffi á könnunni, vöfflur með „rebbabarasultu" og ískaldir svaladrykkir úti á pallinum, verið velkomin
Vefumsjón