24.01.2009 - 16:25

Ráðstefna um líffræði melrakka

Melrakkasetur Íslands verður með fulltrúa á ráðstefnu um líffræði melrakkans sem haldin verður í Svíþjóð í febrúar. Þar verða staddir helstu sérfræðingar í tófurannsóknum og mikill fengur fyrir okkur að fá að fylgjast með og kynna starfsemi okkar.
Vonast er til að Melrakkasetrið veki áhuga þessa fólks og að eitthvert þeirra sjái sér fært að vinna með okkur á einn eða annan hátt í framtíðinni. Þetta eru þeir aðilar sem hafa einna mest af upplýsingum og myndefni um heimskautarefinn og væri frábært ef Melrakkasetrið nyti góðvildar og samstarfs þeirra. Sagt er frá ráðstefnunni á vef SEFALO sem er sænsk-finnska melrakkaverkefnið.
Þau hjá TAIGA nature & photos sjá um mannskapinn þarna uppfrá ef ráðstefnan fer fram í Vålådalen friðlandinu norður í Jämtlandi í Svíþjóð. Eins og sjá má á heimasíðunni þeirra halda þau svokallaða "varga-samkomu" þar sem koma saman fræðingar, veiðimenn og aðrir áhugamenn um rándýr og ráða ráðum sínum. Það er spennandi hugmynd sem kannski væri ekki galið að fá að láni hingað heim..
Vefumsjón