26.03.2013 - 15:58

Páskar !

Melrakkasetrið er opið frá 12 til 18 alla páskadagana (skírdag til annars í páskum).
Boðið er upp á hefðbundna kaffihúsastemningu með rjúkandi heitu súkkulaði, kaffi og vöfflum.
Pasta fyrir þá sem vilja magafylli af léttum og bitastæðum réttum.
- svo fara allir á aldrei.is

Á páskadag fer fram hin æsispennandi páskaeggjaleit og í þetta sinn er keppnin í boði Góu :-)

Notaleg stemning alla helgina, kósí hvíld og upphitun fyrir tónleikakvöld og skíðamennsku ..

Frábærar gönguleiðir - Raggagarður og gistiheimilið Svanfjord á Langeyri

Gleðilega Páska
melrakkarnir

málsháttur dagsins: "sjaldan kemur dúfa úr hrafnseggi"
Vefumsjón