28.06.2008 - 10:28

Opnun heimasíđu

kaka í tilefni opnunar heimasíđunnar - ala Amma Habbý
kaka í tilefni opnunar heimasíđunnar - ala Amma Habbý
« 1 af 4 »

Í dag er heimasíða melrakkasetursins loksins komin á netið, við óskum öllum til hamingju með það. Síðan mun verða fyrsti starfsvettvangur setursins þar til húsnæðið að Eyrardal í Súðavík kemst í gagnið og sýningin verður sett þar upp.

 

Þetta er líka í fyrsta sinn sem LOGO setursins er notað opinberlega en við erum afar ánægð með merkið og munum nota það í ýmsum formum við öll möguleg tækifæri. Hönnuður merkisins er Kári Jarl Kristinsson.

 

Fyrst um sinn verður eingöngu íslenska efnið virkjað en fljótlega munu svo erlendu tungumálin verða opin á veraldarvefnum.

 

Síðan verður seint eða aldrei fullkláruð og mun bætast inn á hana með tímanum. Mest munar þó um sögutengt efni og myndir af gömlum grenjaskyttum sem Valdimar Gíslason frá Mýrum við Dýrafjörð safnar saman.

 

Áberandi eru glæsilegar ljósmyndir frá Daníel Bergmann sem við fengum góðfúslega að láni á síðuna. Þær gefa síðunni lit og glæða hana lífi - við erum ákaflega þakklát fyrir lánið.

 

Allt efni, ábendingar og helst af öllu LJÓSMYNDIR eru vel þegnar frá öllum sem eitthvað eiga og vilja leyfa okkur að nota. Endilega hafið samband í gegnum vefform (sjá í valmyndinni til vinstri).

 

 

Vefumsjón