01.10.2009 - 10:37

Opiđ hús á laugardag !

Melrakkasetur Íslands býður öllum íbúum Súðavíkurhrepps og öðrum áhugamönnum um setrið á opið hús í Eyrardalsbænum næstkomandi laugardag. Kynntar verða hugmyndir að nýtingu hússins, væntanlegri sýningu og starfseminni sem þar mun fara fram.

Stuttri kynningu á starfsemi og áætlunum setursins auk myndasýningu verður varpað á vegginn af skjávarpa.

Allir áhugasamir eru velkomnir, kynningin hefst kl 14.00 og tekur um hálfa klukkustund.
Rétt er að benda á að húsið er ennþá á byggingarstigi og fólk beðið um að taka tillit til þess og fara varlega innan um byggingardót, spýtur og verkfæri. Engir stólar eða önnur þægindi verða á staðnum og því verður dagskránni stillt í hóf. 

Verið velkomin og munið að klæða ykkur vel, það er kalt í húsinu ! 

Vefumsjón