27.07.2009 - 15:38

Önnur vinnulotan í rannsókn á áhrifum ferđamanna

Spök tófa í Hornvík. Mynd: Frank Drygala
Spök tófa í Hornvík. Mynd: Frank Drygala
« 1 af 2 »
Önnur vinnuvikan í rannsókninni „áhrif ferðamanna á refi á Hornströndum" fór fram þegar fjöldi ferðamanna var í hámarki um miðjan júlí síðastliðinn.

Það voru þau Henry Fletcher og Danielle Stollak, nemendur við Háskólasetur Vestfjarða, sem framkvæmdu athuganirnar að þessu sinni. Þau stóðu sig með stakri prýði og sátu vaktina á Hornbjargi í 8 klukkustundir á dag í 5 daga samfleytt.

Helsta breytingin frá því í júní var sú að sumir refanna í Hornvík voru orðnir ansi spakir og jafnvel ágengir við ferðamennina á meðan aðrir héldu sig í fjarlægð og sinntu sínum afkvæmum og jafnvel forðuðust að vera á ferðinni meðan mesta umferðin var um óðul þeirra. Það er áberandi munur á hegðun grendýra (pöruð dýr með óðul og yrðlinga) og hlaupadýra (dýri sem ekki eru með óðul eða yrðlinga). Grendýrin, sérstaklega læðurnar, voru frekar vör um sig og gögguðu til viðvörunar ef ferðamenn voru á leið nálægt grenjum þeirra. Hlaupadýr höfðu meiri tíma og eðli málsins samkvæmt gátu þau leyft sér að eltast við ferðamenn, sníkja af þeim mat og láta taka af sér myndir.

Enn er eftir ein vika af athuguninni og verður þá farið í ágúst og athugað hvernig dýrin haga sér þegar lítið sem ekkert er eftir af ferðamönnum á svæðinu og yrðlingarnir orðnir sjálfstæðir og ekki lengur bundir við grenin.

Rannsóknin er okkar framlag í verkefnið The Wild North sem fjallar um þróun sjáflbærrar náttúrulífsferðamennsku og er samnorrænt verkefni, m.a. stutt af NORA - sjá www.thewildnorth.org

Vefumsjón