15.08.2011 - 16:15

Ólympíuleikar Trúbadora !!

Torben Stock - one fine trubadour
Torben Stock - one fine trubadour
Melodica acoustic festival og hið alþjóðlega trúbadorasamsæri kynna með stolti tónleikaferðalagið Ólympíuleika trúbadora. Þar koma fram trúbadorar frá Bandaríkjunum, Ástralíu, Ítalíu og Þýskalandi auk alls konar liðs sem bætist við á leiðinni.

Fram koma m.a.
Owls of the swamp (AU) www.soundcloud.com/owlsoft​heswamp
Torben Stock (ÞÝS) www.soundcloud.com/torbens​tock
...Athebustop (IT) www.soundcloud.com/athebus​top
Kendy Gable (USA) www.myspace.com/kendygable
Elliot Rayman (USA) www.myspace.com/elliotraym​an
Joshua Teicher (AU) www.videodaymusic.com
Phia (AU) www.listentophia.com/
Friday night idols (IS) www.myspace.com/thefridayn​ightidols
Daníel Jón (IS)

Þessi föngulegi flokkur trúbadora mun næstu vikuna fara í tveimur hópum um landið og koma m.a. við á Eyrarbakka, Grindavík, Patreksfirði, Siglufirði, Akureyri, Djúpavík, Hólmavík, Súðavík og Suðureyri. Það verður Þrumustuð og svakaleg trúbadorastemmning. Á Akureyri verður síðan hátíðarstemmning þegar báðir hóparnir koma saman og leika í hlöðunni á Litla Garði.

Miðaverð er 1.000 krónur og rennur andvirðið allt í að greiða ferðakostnað okkar frábæru gesta.

tónleikar á Vestfjörðum:
Fim. 18. ágúst kl. 21 - Patreksfjörður - Sjóræningjahúsið
Fös. 19. ágúst kl. 21 - Súðavík - Melrakkasetrið
Mán. 22. áúgst kl. 21- Hótel Djúpavík
Þri. 23. ágúst kl. 21- Hólmavík - Galdra-loftið
Mið. 24. ágúst kl. 21 - Suðureyri - Talisman

 

Látið sjá ykkur, gaman saman í ágúst !!

 

Vefumsjón