27.04.2019 - 20:19

Nýr framkvćmdastjóri Melrakkaseturs

Fjölmargar umsóknir bárust um starf framkvæmdastjóra Melrakkaseturs, sem auglýst var í síðasta mánuði. Við erum afar þakklát og hrærð fyrir auðsýndan áhuga svo margra hæfra einstaklinga. Nú er vali og ráðingarferli lokið og ákvörðun hefur verið tekin. Það er hann Sæmundur Ámundason frá Siglufirði sem kemur til starfa í maí sem næsti framkvæmdastjóri Melrakkaseturs Íslands.

Sæmundur er viðskiptafræðingur að mennt, með áherslu á ferða- og markaðsmál auk meistaragráðu í alþjóðaviðskiptum og leiðtogafærni. Hann hefur mikla reynslu í rekstri og aðkomu ferðamálaverkefna og viðburða heima á Siglufirði. Við bjóðum Sæmund velkominn en hann mun starfa með Midge, fráfarandi framkvæmdastjóra, fyrstu vikurnar.

  

Vefumsjón