26.03.2009 - 11:23

Nýjungar á síđunni

Alltaf er verið að vinna í að betrumbæta síðuna okkar og það er hann Ágúst Atlason hjá Snerpli sem hefur veg og vanda að því.
Nú er hægt að skrá sig á póstlista og þannig fær maður alltaf nýjustu fréttir sendar í tölvupósti.
Einnig er það samkeppnin, verið að vinna á fullu í að hanna og framleiða handverk, bæði hér fyrir vestan og víðar, það vitum við fyrir víst.
Melrakkasetrið er komið á Facebook og það er víst þar sem hlutirnir gerast.
Nú er líka hægt að senda tölvupóst beint á stjórnarmenn og svo á setrið í gegnum vefform.
og svo er komið símanúmer, reyndar farsími því við erum enn húsnæðislaus, en það er: 862 8219

Við erum ennþá að fá nýjar myndir í albúmið - og langar í fleiri frá melrakkavinum - endilega sendið ef þið eigið, og söguna með..
Ekki bara myndir, heldur líka allskonar skemmtilegheit önnur sem hægt er að segja frá hér á síðunni og sýningunni þegar þar að kemur..Vefumsjón