07.01.2010 - 11:12

Norskar tófur í sjónvarpinu

Nina Eide á ráðstefnu í Svíþjóð í febrúar 2009
Nina Eide á ráðstefnu í Svíþjóð í febrúar 2009
Norska sjónvarpið fylgdist með starfseminni í Sætrefjellet í 2 ár - þar eru starfsmenn NINA (Náttúrufræðistofnun Noregs) með uppeldisstöðvar fyrir tófur en tegundin hefur verið í útrýmingarhættu í Noregi og Svíþjóð í yfir 80 ár.
Á stöðinni eru 5 tófupör í stórum girðingum þar sem komið hefur verið fyrir grenstæðum sem hægt er að fylgjast með á skjá inni á rannsóknastöðinni og á internetinu.
Í þættinum Ut i naturen, sem sýndur var á NRK þann 20.10.2009 er sagt frá tilraunum vísindamanna til að fá dýrin til að fjölga sér og sleppa svo yrðlingunum út í náttúruna, með radíóhálsband svo hægt sé að fylgja þeim eftir.
Hægt er að sjá þáttinn á vef norska sjónvarpsins með því að heimsækja síðu NINA

Vefumsjón