04.08.2011 - 13:27

Nóg um ađ vera í ágúst !

Í ágúst ætlum við að hafa það huggulegt og bjóða upp á ýmsa viðburði.

Til dæmis næsta sunnudag, 7. ágúst kl. 20.00 spilar

Skúli Mennski aleinn allskonar flotta nýja og eldri tónlist -
og Mugison í viðbót við Skúla aleinan! Allir vita að besti hljómburðurinn er á loftinu í Melrakkasetri, endilega kíkið við og sjáið þann mennska og félaga hans - enginn verður svikinn af þessum viðburði

 
á laugardaginn. 13. ágúst kl. 20.00 ætlum við að hafa Spilakvöld!
hægt er að mæta og taka þátt í borðspili eða koma með sitt eigið - venjuleg spil líka velkomin og vel hægt að spila vist eða manna eða ólsen eða bara kapal ..
 
Bláberjadagar verða haldnir hátíðlegir í Súðavík dagana 26. - 28. ágúst - meira um það á www.blaberjadagar.com

Á föstud. 26. kl. 20.00 verða Bláberjatónleikar, órafmögnuð
tónlist (nánar auglýst síðar)
 


og Sunnud. 28. kl. 20.00:
Gaggað í grjótinu (í síðasta sinn)
 
Sjáumst - melrakkarnir
í Eyrardal
Vefumsjón