09.09.2008 - 13:05

Niđurstöđur atferlisrannsókna í sumar

Nú er lokið úrvinnslu gagna í nýsköpunarverkefni sumarsins: Áhrif ferðamanna á atferli refa. Verkefnið vann Borgný Katrínardóttir nemandi í líffræði við Háskóla Íslands.
  Athugunarsvæðin voru í Hornvík og Aðalvík á Hornströndum en farið var í 5 daga í júlí, júní og ágúst 2008.
  Markmið rannsóknarinn var að finna leið til að kanna áhrif ferðamanna á atferli refa við greni í friðlandinu á Hornströndum.   Til að meta mætti betur áhrif ferðamanna þyrfti fleiri athugunarsvæði, lengri athugunartíma og samanburðarsvæði þar sem áhrifa ferðamanna gætir ekki.
  Fylgst var með ferðum refanna til og frá greninu, hvert þeir fóru, á hvaða tímum og hvort þeir báru fæðu heim á grenið.     Sérstök áhersla var lögð á viðbrögð refanna við komu ferðamanna og áhrifum þess á viðverutíma við grenið, tíðni fæðuöflunar og ferða, hvíld og varnaratferli. Fæðan sem refirnir báru heim á greni var skráð niður og athugað hvort og þá hve mikill hluti fæðu var fenginn frá ferðamönnum.
Helstu niðurstöður Borgnýjar:
  Læðan eyddi marktækt meiri tíma á grensvæðinu en steggurinn bæði athugunartímabilin. Neikvæð fylgni var á milli viðverutíma steggsins og viðverutíma ferðamanna í júlí, þ.e. steggurinn eyddi styttri tíma á grensvæðinu eftir því sem viðverutími ferðamanna jókst. Ekki var fyrir slíkri fylgni að fara hjá læðunni. Það var þó ekki marktækur munur í tíðni heimsókna með fæðu.
  Steggurinn þvagmerkti marktækt meira í júlí en í júní sem bendir til þess að steggurinn þvagmerki meira þegar umferð fólks um yfirráðasvæði hans eykst.
  Marktækur munur var á tíðni gaggs á milli mánuða hjá steggnum, þ.e. hann gaggaði minna með tilkomu ferðamanna. Læðan gaggaði einungis tvisvar í júní. Hugsanlega eru refirnir hljóðari í návist ferðamanna.

Vefumsjón