27.01.2010 - 10:25

Námskeiđ hjá Frćđslumiđstöđ

Mynd Guillaume Marion
Mynd Guillaume Marion
Fræðslumiðstöð Vestfjarða býður upp á námskeið fyrir þá sem hafa áhuga á að nýta melrakkann í ferðaþjónustu eða bara skoða hann og mynda. Námskeiðið, sem verður haldið í apríl næstkomandi, tekur eina kvöldstund þ.e. þrjár kennslustundir.
Fjallað verður um melrakkann sem auðlind sem hægt er að virkja og nýta í sjálfbærri náttúrulífs ferðamennsku.
Tegundin, sérstaða hennar og einkenni, líffræði og útbreiðslusaga er kynnt. Rætt verður um hvar dýrin er helst að finna, vísbendingar um ferðir þeirra, hegðun og útlit, einkenni og „týpur".
Þá verður farið í hvernig er best að nálgast villta refi og ná sem bestum myndum af þeim og einnig hvað ber að varast til að tapa ekki góðu myndefni.
Að lokum verður farið yfir gildandi lög og reglur um villt dýr í náttúru Íslands.

Kennslustaður, skráning og nánari upplýsingar: Fræðslumiðstöðin á Ísafirði

www.melrakki.is
Vefumsjón