15.09.2009 - 12:25

Myndskeiđ frá Frakklandi

Marie-Héléne og Philippe ađ störfum í Hornvík sl. sumar
Marie-Héléne og Philippe ađ störfum í Hornvík sl. sumar
Marie-Héléne hjá Ecomedia film í Frakklandi sendi okkur vefslóð með stuttu myndskeiði úr mynd sinni um heimskautarefinn sem sýnd verður í franska sjónvarpinu á næsta ári.

Þetta stutta myndskeið var tekið í Hornvík sl. sumar en þarð var Philippe Garguil hjá Pygargue Productions sem kvikmyndaði. Reyndar er hluti myndarinnar tekinn á Reykjanesi (sílamáfar) og í Vigur (lundar).

Þau halda næst til Kanada og Norður Noregs í vetur og kvikmynda refina þar. Myndin er tekin á 16/9 formati (wide screen) en á vefsíðunni er myndskeiðið sýnt á 4/3 formati (square screen) og þess vegna eru öll hlutföll einkennileg. Þetta verður auðvitað á réttu formati í myndinni sjálfri þegar þar að kemur.

Við hlökkum til að sjá myndina í heild sinni og óskum Marie-Héléne og starfsliði hennar alls hins besta á norðurslóðum.
Hægt er að sjá myndskeiðið HÉR
-bara klikka á titilinn "the arctic fox heating up"

Vefumsjón