16.02.2010 - 17:11

Melrakkinn flaggskip norđursins

Tófa hringar sig upp til ađ verjast vetrarkulda. Mynd: Böđvar Ţórisson
Tófa hringar sig upp til ađ verjast vetrarkulda. Mynd: Böđvar Ţórisson
Á alheimsfundi um loftslagsbreytingar sem haldinn var í Kaupmannahöfn haustið 2009 ákváðu alþjóða-náttúruverndarsamtökin (IUCN) að velja 10 tegundir sem fylgjast á sérstaklega með til að meta áhrif loftslagsbreytinga á vistkerfi heimskautasvæða. Samkvæmt listanum verður melrakkinn eitt af þessum mikilvægu tegundum sem þeir kalla flaggskip norðurheimskautanna. Flaggskipin gegna því hlutverki að endurspegla „heilsu" vistkerfa á heimskautasvæðum.

Breytingar á lífsháttum dýranna gafa til kynna mikilvægar breytingar í vistkerfinu en í þessu felst að til sé grunnþekking á ástandinu eins og það er í dag og að áfram verður fylgst með dýrunum og vistkerfi þeirra til að meta allar markverðar breytingar. Ennfremur kemur fram að melrakkinn er talinn meðal þeirra tegunda sem loftslagsbreytingar munu hafa einna mest áhrif á.

Í skýrslu IUCN kemur fram að helsta ógn melrakkans séu eyðing á kjörsvæðum þeirra, samkeppni við rauðrefi og breytingar á fæðuframboði. Melrakkar hafa verið á válista sem tegund í útrýmingarhættu á norðurlöndunum (utan Íslands) í marga áratugi og hefur miklum fjármunum verið varið í tilraunir til að fá stofnana til að vaxa aftur.

Hægt er að skoða skýrsluna í heild sinni á síðu IUCN
Vefumsjón