05.09.2011 - 10:13

Melrakkasetur í september

Strákur ađ vestan: Ágúst Atlason
Strákur ađ vestan: Ágúst Atlason
24. September, laugardagur, kl. 20.00 - Haustleikferð Kómedíuleikhússins, lokasýning

I) Jón Sigurðsson strákur að vestan
Höfundur/Leikari: Elfar Logi Hannesson
Búningar/Leikmunir: Marsibil G. Kristjánsdóttir
Leikstjórn: Ársæll Níelsson
Sýningartími: 45 mín
Frumsýnt: 17. júní 2011 á Hrafnseyri í Arnarfirði

Sómi Íslands sverð og skjöldur. Frelsishetjunna Jón Sigurðsson frá Hrafnseyri þekka allir og þá einkum afrek hans í Danaveldi. En hver var Jón Sigurðsson og hvaðan kom hann? Hvað var það sem mótaði hann og gerði að öflugum talsmanni þjóðarinnar? Í þessu verki fáum við að kynnast piltinum Jóni Sigurðssyni og æskuárum hans á Hrafnseyri í Arnarfirði. Verkið er sérstaklega samið í tilefni af 200 ára afmæli Jóns Sigurðssonar.


II) Bjarni á Fönix
Leikari: Ársæll Níelsson
Leikmynd/búningar: Marsibil G. Kristjánsdóttir
Höfundar: Ársæll Níelsson, Elfar Logi Hannesson
Leikstjórn: Elfar Logi Hannesson
Sýningartími: 40 mín
Frumsýnt: 17. september 2010 í Alviðru Dýrafirði

Skipherrann Bjarni Þorlaugarson á skútunni Fönix háði frækinn bardaga við hátt í 30 Fransmenn um miðja nítjándu öld. Bardaginn stóð yfir í heila fjóra klukkutíma, að vísu tóku menn sér stutta pásu í miðjum átökum, og gekk Bjarni óskaddaður af vettvangi. Skömmu síðar fannst sjórekið lík af einum Fransmanni og voru uppi kenningar um að Bjarni hafi orðið hans bani. Mál var dómtekið og þurfti Bjarni þá að spyrja sig þeirrar samviskuspurningar: Drap ég mann eða drap ég ekki mann?
Sagan af Bjarna skipherra á Fönix er sönn vestfirsk hetju- og þroskasaga. Í þessu leikverki skipstast á ástir og átök úr íslenskum raunveruleika. Bjarni á Fönix er kraftmikil sýning sem lætur engan ósnortinn.

 

MIÐAPANTANIR Í SÍMA 456 4922 -

 

Nánar um haustleikferðina á www.komedia.is25. september, sunnudagur, kl. 12-16 verður Flóamarkaður í Eyrardal / Flea market in Súðavík !!


Í tilefni þess að haustið er komið ætlum við að halda Flóamarkað
og handverkssölu Í Melrakkasetrinu í Súðavík


Rebbakaffi verður opið, boðið upp á kaffi, bláberjapæju, vöfflur og súkkulaðiköku ...


Allir sem vilja selja eitthvað geta komið sér fyrir á loftinu og lokkað til sín áhugasama kaupendur
- fyrstir koma, fyrstir fá pláss, húsið opnar kl. 11.30 !!


 

Nokkuð er um að haldnir séu fundir og mannfagnaðir í Eyrardalsbænum og er hægt að panta húsið fyrir slíka viðburði með því að hringja í 456-4922/862-8219 eða senda tölvupóst á melrakki@melrakki.is

- sjáumst !

Vefumsjón