08.04.2010 - 11:11

Melrakkasetur hjá Frćđslumiđstöđinni

Næstkomandi fimmtudag, 15. apríl, verður Melrakkasetrið með stutt námskeið hjá Fræðslumiðstöð Vestfjarða á Ísafirði. 
 
Á námskeiðinu verður fjallað um það hvernig hægt er að nýta melrakkann sem auðlind í ferðaþjónustu. Sagt er frá helstu sérkennum tegundarinnar og hvað geir hana áhugaverða fyrir náttúruskoðara og aðra áhugasama. Rætt verður um helstu staði sem hægt er að sjá og sýna refi og hvernig sé best að nálgast þá og njóta samverunnar við þá sem lengst. 
Hugað er að sjálfbærni, hvernig hægt sé að fá sem mest út úr auðlindinni til langs tíma - án þess að eyðileggja hana með of miklum ágangi eða rangri nálgun.

Að lokum verður farið lítillega í lög og reglur um villt dýralíf á Íslandi.

hægt er að skrá sig á námskeiðið rafrænt á vef Fræðslumiðstöðvarinnar eða í síma: 456 5025


 
Vefumsjón