09.08.2009 - 17:18

Melrakkasetrið í sjónvarpinu

Guðmundur, Freyr og Gísli sjónvarpsmenn
Guðmundur, Freyr og Gísli sjónvarpsmenn
Melrakkasetrið fór með sjónvarpsmönnum á Hesteyri á frídag verslunarmanna - ætlunin var að sjá einhverja melrakka en ófært var til Hornvíkur vegna haugabrælu. Tökur á atriði vegna 100 þáttarins "Út og suður" fóru fram í roki og rigningu en því miður lét engin tófa sig í þetta skiptið ..
Spjallað var við forstöðumanninn um Melrakkann og lífshætti hans. Einnig var spjallað við Jón Björnsson, forstöðumann Hornstrandastofu en hann heldur til á Friðlandinu á sumrum og vinnur náið með Melrakkasetrinu. Að síðustu var viðtal við Binnu í Læknishúsinu á Hesteyri en hún hefur sinnt ferðamönnum þar um áratugaskeið og er Kjötsúpan hennar víðfræg og farnar sérstakar bátsferðir til að gæða sér á henni.
Þátturinn verður sýndur í sjónvarpinu kl. 19.35 sunnudaginn 9. ágúst. 
Vefumsjón