15.10.2009 - 10:01

Melrakkar á leiksviđ !

Elfar Logi í hlutverki Muggs
Elfar Logi í hlutverki Muggs
« 1 af 5 »
Kómedíuleikhúsið hefur samið leikþátt þar sem fetað verður í spor melrakkans, sem er eina upprunalega landspendýrið á Íslandi, baráttu hans við óblíð náttúruöflin og ekki síst manninn sem keppti við dýrið um aðgang að landsins gæðum alveg frá upphafi landnáms þess síðarnefnda. Ýmsar persónur koma við sögu og verður bæði lágfótu veiðimönnunum gerð góð skil. 
Leikurinn verður sýndur í Melrakkasetrinu í Eyrardal næsta sumar en uppi á lofti er gert ráð fyrir að hægt sé að setja upp leiksýningar og hefur "leikhúsloftið" verið tekið út og samþykkt sem nothæft af reynsluboltanum Elfari Loga hjá Kómedíuleikhúsinu (www.komedia.is).

Við erum afar spennt að sjá leikritið því ekkert þessu líkt hefur sést á fjölunum áður. Í aðalhlutverki verður hinn fjölhæfi Elfar Logi og leikstjóri verksins er Halla Margrét Jóhannesdóttir.
 
Vefumsjón