26.08.2013 - 10:37

Melodica músíkantar frá Ástralíu !

Þriðjudagskvöldið 27 ágúst munum við fá til okkar tvo frábæra tónlistarmenn á loftið, þeir spila báðir á gítar og syngja!
Þeir Justin Cusack og Ben Salter komu til landsins til þess að taka þátt í Melodica festival, heyrðu frábæra hluti um loftið okkar á setrinu, leigðu bíl og skelltu sér til Súðavíkur í sæluna til þess að spila fyrir okkur!.
Kostar aðeins 1000kr.- inn. Byrjum klukkan 20:30. Ekki missa af einstöku tækifæri!!!

munið símanúmerið okkar: 456 4922

 

Melrakkasetrið er opið 9-20 alla daga út ágúst - upplýsingar í síma 456 4922 / 862 8219


Boðið er upp á morgunverð frá kl. 9 til 10.30. - passlegt að fá sér morgunkaffið hér, ristaðbrauð og kaffi er t.d. skemmtileg tilbreyting .. á laugardögum og sunnudögum ætlum við að bjóða upp á EGG & Beikon, steiktar pylsur og fínerí með morgunmatnum, HELGARBLÖÐIN og notalegt andrúmsloft...   prófum þetta og sjáum hvort bæjarbúar kunna gott að meta :-)

Í hádeginu er rjúkandi heit súpa með nýbökuðu brauði eða plokkfiskur með rúgbrauði .....
Ávallt eru til nýbakaðar vöfflur eða hjónabandssæla - stundum er eitthvað annað gómsætt með kaffinu, t.d. rebbasúkkulaðikakan okkar góða.


Viðburðir eru auglýstir sérstaklega, til dæmis tónleikar, matarveislur, brúðuleikhús, bíókvöld, handverk og listasýningar. Hugmyndir og frjáls framtök eru vel þegin og alltaf gaman þegar frumkvæðið kemur frá bæjarbúum.
 
Að öðru leyti:
Hægt er að panta húsið fyrir ýmsa viðburði, heimsóknir, fundi og ráðstefnur. Pláss fyrir 45 manns á fyrirlestri, 20 manns á kaffihúsi og 28 manns við borð á efri hæð. Internetaðgangur og skjávarpi er á staðnum. Ýmsar veitingar í boði eftir því sem hentar hverju sinni. Endilega hafið samband, fáið tilboð og bókið ykkur í síma 456 4922 eða með tölvupósti í netfangið melrakki@melrakki.is

 

Ljósmyndasýning: „Guðrúnar á Stöðinni“ sem opnuð var sl. laugardag verður áfram í Rebbakaffi. Sýningin er til minningar um foreldra Guðrúnar, Kristínu Samúelsdóttur (Dídí) og Friðriks Friðrikssonar á Símstöðinni Súðavík. Einnig tvíburasystur Kristínar, Elísabetu en 18. ágúst voru 100 ár frá fæðingu þeirra. Ljósmyndasýningin verður á veggjum Rebbakaffis að minnsta kosti út ágúst. Þess ber að geta að Guðrún er "guðmóðir" Melrakkasetursins enda benti hún forstöðumanni á húsið í Eyrardal á sínum tíma sem varð til þess að hingað erum við komin, setrið sett á laggirnar og allir sammála um að húsið er orðið hið glæsilegasta.

verið velkomin - melrakkarnir

Vefumsjón