15.03.2013 - 09:54

McKinley Black, söngvaskáld á heimsmćlikvarđa !

Listamađurinn á loftinu í Eyrardal
Listamađurinn á loftinu í Eyrardal
Fyrstu tónleikar ársins í Melrakkasetrinu með McKinley Black fór fram í gærkvöldi. Var það einróma álit gesta að þarna hefðum við fengið tónlistarmann á heimsmælikvarða. Þvílík snilldar „performer" sem þessi konar er, með frábæra rödd og kunnáttu í að beita henni á öllum tónskalanum. Sögurnar hennar gáfu lögunum merkingu og þvílíkar sögur og frásagnargáfa, hvergi var slegið af. Henni tókst meira að segja að fá salinn til að taka undir í nokkrum lögum og mynda dásamlegan bakraddakór.
Við vonum svo sannarlega að McKinley komi til okkar aftur einhvern daginn og fleiri sjái sér fært að koma og hlýða á sannkallaða yndistóna. Við þökkum Svavari Knúti, Rúnu Esra, Eggert og Michelle fyrir að greiða götu hennar hingað vestur. Einnig fær Ivona Yordanova þakkir fyrir að hita upp með Eggert og Michelle áður en tónleikarnir hófust.

Fyrir þá sem ekki komust, diskarnir hennar verða til sölu á kostnaðarverði í Melrakkasetrinu.

Takk fyrir okkur McKinley Black, komdu fljótt aftur !!
Vefumsjón