24.09.2010 - 14:46

Mađur og melrakki

Ţorlákur Guđmundsson, Hrefnu Láki, hjá refagirđingu sinni í Súđavík
Ţorlákur Guđmundsson, Hrefnu Láki, hjá refagirđingu sinni í Súđavík

Ríkisútvarpið rás 1 útvarpaði í dag alveg stórskemmtilegum þætti sem ber heitið "Maður og melrakki". Umsjónamaður þáttarins er Magnús Örn Sigurðsson.

Þegar hlutstað er á þáttinn er eins og maður sé staddur inni í herráðsstofunni í sýningu Melrakkasetursins, þar sem safnað er saman frásögnum, viðtölum og ljósmyndum af viðureignum manna við þennan litla ferfætta frumbyggja Íslands.
Þar er m.a. hægt að hlusta á fyrirlestur Valdimars á Mýrum og útvarpsviðtal við Theodór Gunnlaugsson, hið sama og er flutt í þættinum.
Við myndum gjarnan vilja hafa þáttinn í heild sinni á sýningunni og myndi hann soma sér vel í gamla viðtækinu okkar í herráðsstofunni.

Fyrir þá sem ekki heyrðu í þættinum í dag má nefna að þátturinn verður endurtekinn næsta sunnudag, einmitt þegar við höfum aukasýningu á hinu stórskemmtilega leikriti "Gaggað í grjótinu".

Einnig er hægt að hlusta á þáttinn hér á vef ríkisútvarpsins
Vefumsjón