26.03.2010 - 09:08

Ljósmyndarinn okkar á gosstöđvunum

« 1 af 4 »

Uri Golman, ljósmyndari okkar, kom til landsins fyrir nokkrum dögum, til að taka ljósmyndir af refum á Vestfjörðum. Tobias Mennle, sem vann mikið með okkur í fyrra við að kvikmynda lífshætti refanna fyrir þýska náttúrulífsmynd, kom líka til að halda áfram þar sem frá var horfið í fyrra. Stóð til að Uri og Tobias myndu starfa saman í þessari lotu, ásamt líffræðingnum Frank Drygala, og safna upplýsingum og myndefni um pörun og fleira sem gerist í lífi refanna á vorin.
Uri komst þó ekki til Vestfjarða í þetta skiptið því eins og alþjóð veit fór að gjósa undir Eyjafjöllum og hafa þeir báðir dvalið við gosstöðvarnar í vikunni. Við fengum þessar frábæru myndir frá Uri í sárabætur en til stóð að hann ynni sitt fyrsta refa-ljósmyndaverkefni hérlendis. Þess ber að geta að Uri var að ljúka ljósmyndaverkefni í Indíum þar sem hann vann mest með tígrisdýr. Hægt er að skoða myndir og blogg á heimasíðu Uri: www.urigolman.com

Vefumsjón