13.06.2012 - 17:49

Líf og fjör í setrinu

Ţađ var fengiđ sér smá ís
Ţađ var fengiđ sér smá ís
« 1 af 4 »
Mikið hefur verið um að vera í Melrakkasetrinu undanfarna daga. Síðastliðinn sunnudag, þann 10.júní, héldum við upp á afmælið okkar og var það alveg frábært. Fjöldi fólks lagði leið sína í setrið til að fagna með okkur, veðrið lék við okkur og þetta var alveg hreint yndislegur dagur í Eyrardalnum.

Sjálboðaliðar hafa verið að tínast í hús og höfum við fengið til okkar þau Amiran (frá Ísrael), Félice og Peter (frá Bretlandi) og Ashley (frá Bandaríkjunum) og hafa þau verið til aðstoðar við ýmis verkefni í setrinu undanfarna daga. Fyrsta ferð sumarsins í Hornvík var farin í dag, þann 13.júní.

Við höfum nú fengið til okkar tvo munaðarlausa yrðlinga sem við ætlum að hugsa um. Það eru systkini sem fengu nöfnin Móri og Mjallhvít þar sem að annar er mórauður og hin er hvít. Þau eru farin að fá Murr að borða og líkar það alls ekki illa. Við verðum að hugsa um yrðlingana í sumar svo um að gera að heimsækja þá.

Æfingar á brúðuleikritinu okkar, Mikki og melrakkarnir, eru nú í fullum gangi og verður verkið frumsýnt hér á loftinu þann 24.júní kl.16:00. Endilega tryggið ykkur miða á þessa bráðskemmtilegu sýningu um rauðrefinn Mikka úr Hálsaskógi sem hittir fyrir tvær vestfirskar tófur, þau Mjallhvíti og Móra (miðapantanir í síma: 456-4922).
Vefumsjón