04.07.2013 - 14:55

Líf og fjör í Melrakkasetrinu nćstu daga.

« 1 af 2 »

Mikið líf og fjör verður í Melrakkasetrinu í Súðavík næstu daga. Í kvöld ríður hljómsveitin Robert the roommate ásamt Skúla mennska á vaðið. Hljómsveitina skipa ungt og bráðefnilegt tónlistarfólk og má vænta góðra tónleika. Tónleikarnir hefjast kl. 22:00 og er aðgangseyrir kr. 1.500.-

 

Á morgun föstudag verður Vestfjarðarvíkingurinn á ferðinni í Súðavík. Keppt verður í réttstöðulyftu við Melrakkasetrið og hefst keppnin kl. 11:30. Þar verða miklir kraftakarlar á ferð og má búast við hörku keppni og miklum látum. Væntanlega munu nokkur tonnin fara á loft í þessari keppnisgrein.  

 

Svavar Knútur heimsækir Súðavík á sunnudaginn og verður með tónleika í Melrakkasetrinu kl. 17:00.  Tilvalið að koma í síðdegiskaffi, hlusta á ljúfa tónlist Svavars Knúts og fá sér heimabakaða kökusneið eða vöfflu og ilmandi kaffi með. Hver veit nema ein og ein góð saga hrökkvi af vörum tónlistarmannsins á milli laga, enda er hann góður sögumaður. Aðgangseyrir er kr. 1.500.- 

 

Eins og alltaf er opið í Melrakkasetrinu frá kl. 9:00 til kl. 22:00. Morgunmatur er í boði milli kl. 9:00 og 11:00 og súpu og nýbakað brauð er hægt að fá allan daginn. Einnig er í boði heimabakaðar kökur og vöfflur ásamt rjúkandi kaffi, te eða kakó allan daginn, alla daga.

Yrðlingarnir eru komnir í girðinguna og eru að venjast nýjum heimkynnum og allir að koma til.

Vefumsjón