18.05.2010 - 19:28

Leitin ađ lágfótu - ljósmyndaferđ

Hvít tófa í Hornvík sumariđ 2009. Mynd: Matt Willen
Hvít tófa í Hornvík sumariđ 2009. Mynd: Matt Willen
Einstakt tækifæri til að mynda náttúru og dýralíf í friðlandinu á Hornströndum. Farið verður á bát frá Ísafirði og siglt til Hornvíkur. Fylgst verður með hinu fjölskrúðuga náttúru og dýralífi vakna til lífs eftir veturinn. Vel kunnugur leiðsögumaður mun leiða hópinn að góðum ljósmyndasvæðum.

Ómur af milljón bjargfuglum, tófurnar uppteknar við vorverkin, læður með unga yrðlinga á greni, steggir merkja óðul og finna fæðu handa mjólkandi spúsu sinni. Einn og einn selur rekur upp hausinn og horfir forvitinn til lands..
Dýralífs og náttúruskoðunarferð í hornvik 29. maí 2010 - sjáðu náttúruna iða af lífi eftir kulda og myrkur vetrarins - komdu í Friðland Hornstranda og sjáðu hvernig veröldin vaknar og allt snýst um að nota nýtilkomna orku sólar til hins ítrasta og nýta hið örstutta sumar sem best.

skoðaðu málið og bókaðu þig hjá Vesturferðum í síma 456 5111 eða á www.vesturferðir.is

Vefumsjón