26.04.2010 - 10:51

Leikritiđ

Vinna við nýtt íslenskt kómedíuleikrit Melrakinn er hafin. Höfundur og leikstjóri er Halla Margrét Jóhannessdóttir en leikari er Kómedíuleikarinn, Elfar Logi Hannesson. Leikurinn er sérstaklega samin fyrir Melrakkasetur Íslands sem verður opnað í Eyrardalsbænum í Súðavík 12. júní næstkomandi. Leikritið Melrakki verður sýnt á leikhúsloftinu í Melrakkasetri reglulega yfir sumartímann og fyrir hópa sem koma til með að sækja safnið sumar sem vetur. Í leiksýningunni Melrakki verður fetað í spor melrakkans sem er eina upprunalega landspendýrið á Íslandi. Skyttur koma einnig við sögu því saga þeirra er ekki síður merkileg. Það er Menningarráð Vestfjarða sem styrkir sýninguna.
sjá:
http://www.komedia.is/
Vefumsjón