26.05.2008 - 21:43

LOGO

Á dögunum fór fram samkeppni um hönnun á einkennismerki Melrakkasetursins. Keppnin var auglýst í Fréttablaðinu og bárust tillögur frá fólki víða um landið. Sumar tillögurnar voru faglega unnar og greinilegt að metnaður lá þar að baki. Nokkrum tillögum fylgdi skýringartexti til að lýsa hugmyndinni bakvið tillöguna. Það var erfitt verkefni fyrir stjórn setursins að velja eit merki úr og tóku menn sér nokkurn umhugsunarfrest, saman og í sitthvoru lagi. Loks voru þrjú merki eftir og var endanleg ákvörðun tekin í kjölfar leynilegrar kosningar innan hópsins.

Merkið sem varð fyrir valinu hefur tilvísun í heimabæ Melrakkasetursins þar sem fjallið Kofri myndar bakgrunn og höfuð tófunnar trónar þar yfir. Merkið gefur möguleika á útfærslum og verður unnið nokkuð með það en sú vinna verður í höndum höfundarins, Kára Jarls Kristinssonar sem búsettur er á Seltjarnarnesi.

 

 

 

 

Vefumsjón