06.05.2009 - 14:08

Kvikmyndataka tókst vel

Frank Drygala og Tobias Mennle um borđ hjá Sjóferđum ehf.
Frank Drygala og Tobias Mennle um borđ hjá Sjóferđum ehf.
Kvikmyndagerðarmaðurinn Tobias Mennle og handritshöfundurinn Frank Drygala voru við tökur á náttúrulífsmynd í vetur. Þeir náðu frábærum myndum af mórauðum refum í vetrarbúningi á Vestfjörðum. Myndin þeirra er hluti af alþjóðlegu sjónvarpsverkefni sem stýrt er af NDR Natural History unit/Germany og fjallar þessi hluti um íslenska náttúru með melrakkann í fararbroddi sem einkennisdýr landsins. 

Við fengum sendar nokkrar ljósmyndir frá Tobiasi til að setja á vefsíðuna okkar. Það er fengur að þessum myndum því afar lítið er til af mórauðum dýrum í vetrarbúningi og þessar eru alveg á heimsmælikvarða. Vielen danke Tobias !
 
Vefumsjón