16.11.2009 - 08:57

Kveđskapur

Kusi skilur eftir sig spor á minningarplatta
Kusi skilur eftir sig spor á minningarplatta
Það virðist liggja vel fyrir refaveiðimönnum að semja vísur og kvæði. Í Dýrafirði er nokkuð um æðarrækt og fer talsverður tími í það á hverju vori að verja æðavarpið fyrir tófum og öðrum vargi. Meðan vakað er yfir varpinu á nóttunni er tilvalið að semja vísur um það sem fyrir augu og eyru ber.
Valdimar Gíslason á Mýrum, ásamt kollegum, hafa margra áratuga reynslu og hefur hann safnað sögum og kveðskap sem fjalla um þá atburði sem komið hafa upp í gegnum tíðina. 
Meðal þess sem komið hefur fram er hversu ólíkir refirnir eru varðandi kænsku og sjálfsbjargarviðleitni. Þeir sem reyndust þeim félögum erfiðari viðfangs en aðrir, hlutu nafn og sérstakan sess. Aðrar tófur voru auðveldari og voru felldar án nokkurra eftirmála. 
Sá síðasti sem sögur fara af var kallaður Kusi en hann var talinn hafa átta manna vit því átta manna hópur reyndi lengi að ráða hann af dögum. Eitt af því sem Kusi hafði framyfir aðra refi var að hann stökk yfir girðingar, sem þykir fátítt.
Á endanum tókst þó að fella Kusa, eða svo er talið, var hann skotinn í Önundarfirðinum í júlí 2008. Til eru einar 20 vísur af Kusa, meðal annars þessi, ort af Zófoníasi Þorvaldssyni á Læk í Dýrafirði:

Kusi hann er kominn hér
Kann við sig í urðunum
með kolluegg í hvofti sér
kemst hann eftir skurðunum
 
Fleiri sögur og kvæði er að finna hér á vefnum, smellið á "Veiðar og grenjavinnsla" og veljið "Grenjaskyttur" og svo landsvæði. Við þiggjum gjarnan frásagnir og kveðskap frá fleirum og bíðum spennt eftir meira efni frá Valdimar og félögum. 
Vefumsjón