05.10.2012 - 15:26

Kryddlegin súpa og músakaffi

Melrakkasetrið býður upp á seiðandi kryddlegið súpukvöld
-ala Pétur og Milla, í kvöld, föstudag 5. október kl. 19.00.
Í boði verður himnesk tómatsúpa með sérbökuðu brauði og basiliku-pestó.
Með súpunni verður sýnd myndin Como Agua Para Chocolate, á íslensku "Kryddlegin hjörtu".
Verð aðeins 800 kr. á mann og 400 fyrir börnin.

Á Sunnudaginn verður boðið upp á "músakaffi" en þá mun forstöðumaðurinn halda fróðlegt erindi um vistfræði hagamúsa og æsispennandi músaveiðar. Vonandi hafa gestir gagn og gaman af þessu músatali og kannski verður boðið upp á fleiri fróðleg erindi í vetur ef áhugi er fyrir hendi.
Erindið hefst klukkan eitt en að sjálfsögðu er Melrakkasetrið opið frá 10-18 eins og alltaf.

Í Melrakkasetrinu starfa nú tveir erlendir sjálfboðaliðar, þeir Julian frá Ástralíu og Josh frá Bandaríkjunum. Einnig hefur Philippe frá Belgíu hjálpað okkur undanfarið. Við erum ánægð með að hafa þá hjá okkur enda með eindæmum duglegir og taka vel á móti gestum.

 

Vefumsjón