21.02.2014 - 09:14

Konudagskaffi á Melrakkasetrinu


Sunnudaginn 23. febrúar, á konudaginn, verður Melrakkasetrið opið frá kl. 13:00 til 17:00.

Sýningin verður opin og á kaffihúsinu verður boðið upp á heimabakaðar kökur og að sjálfsögðu vöfflur með rabarbarasultu og rjóma ásamt kaffi, te og heitu kakói.

 

Jæja karlar, nú er lag að gera sér dagamun í upphafi góu og bjóða konunni í kaffi á Melrakkasetrinu.

Vefumsjón