25.08.2010 - 21:03

Jönusjóšur - styrktarsjóšur Melrakkasetursins

Melrakkasetriš ķ Eyrardal - mynd: Žóršur Siguršsson
Melrakkasetriš ķ Eyrardal - mynd: Žóršur Siguršsson

Fyrr í sumar barst Melrakkasetrinu myndarlegur fjárstyrkur frá Kristjönu Samúelsdóttur sem er 92 ára en hún er fædd í Álftafirði en bjó allan sinn búskap á Ísafirði. Kristjana, sem kölluð er Jana, kom í heimsókn snemmsumars og hreifst svo af Melrakkasetrinu að hún ákvað strax að styrkja verkefnið. Hún beið ekki boðanna heldur fór strax í bankann og gekk frá málinu.

Nú höfum við stofnað sérstakan reikning þar sem upphæðin frá Jönu var lögð inn sem stofnfé. Inn á þennan reikning safnast frjáls framlög og styrkir frá þeim sem vilja leggja okkur lið eins og Kristjana gerði svo myndarlega. Okkur er heiður að fá að nefna sjóðinn „Jönusjóð".

Okkur langar að nota þessa fjármuni í sérstök verkefni sem samræmast markmiðum okkar á Melrakkasetrinu en eru of kostnaðarsöm til að við ráðum við þau. Við vonum að okkur beri gæfa til að nýta þessa fjármuni vel svo velunnarar okkar geti verið stoltir af framlagi sínu.

Fyrir þá sem vilja leggja okkur lið er reikningsnúmerið: 1128 - 26 - 250394
Kennitala Melrakkasetursins er: 660907-1060


Með hjartans þökkum
f. h. Melrakkaseturs Íslands
Ester Rut Unnsteinsdóttir

Vefumsjón