16.10.2008 - 14:02

Hsi Eyrardal

Svona leit etta t  fyrstu
Svona leit etta t fyrstu
« 1 af 4 »
Það er alveg magnað að sjá húsið sem mun hýsa Melrakkasetrið hefur tekið miklum stakkaskiptum frá því okkur var sýnt það fyrst sumarið 2005.
Magnús Alfreðsson smiður á Ísafirði hefur haldið utan um uppbyggingu og endurgerð hússins og er alveg ljóst að þarna er listasmiður á ferð.
Við fengum leyfi til að birta myndir af síðunni hans: Trésmiður ehf þar sem hann hefur myndir af húsinu frá því byrjað var á endurbyggingunni og til dagsins í dag.
Við hlökkum til að sjá Eyrardalsbæinn fullkláraðan og vonumst til að það verði sem allra allra fyrst.
Takið eftir fallegu hleðslunni undir húsinu - þetta handbragð er ekki á allra færi enda eitt af sérsviðum Magnúsar smiðs.
Vefumsjn