27.06.2008 - 17:43

Hornvík í Júní 2008

Borgný fylgist međ ferđum refa í kvöldsólinni
Borgný fylgist međ ferđum refa í kvöldsólinni
« 1 af 2 »
Ester Rut Unnsteinsdóttir og Borgný Katrínardóttir, nemandi í líffræði við Háskóla Íslands, fóru í vikuferð til Hornvíkur nú í júní. Þetta var fyrsti hluti athugunar á atferli refa við greni með áherslu á viðbrögðum við umferð ferðamanna inn á yfirráðasvæði refanna. Borgný vaktaði grenið sem valið var til verkefnisins og mun svo koma aftur í júlí og ágúst til að bera saman hegðun dýranna á þessum tímabilum. Um er að ræða nýsköpunarverkefni sem Melrakkasetur Íslands tekur þátt í ásamt Rannsókna- og fræðasetri Háskóla Íslands, Bolungarvík og Fræðasetri HÍ á Húsavík og Selasetri Íslands, Hvammstanga.
Hér er um að ræða undirbúningsrannsókn til að meta með hvaða hætti hægt er að mæla áhrif ferðamanna á villt dýralíf (refi, hvali, seli). Verður spennandi að fylgjast með niðurstöðum þessarar athugunar. Ester notaði vikuna til að kanna fjölda grenja í ábúð og stærð yfirráðasvæða (óðala) í bjarginu. Munu þau gögn nýtast í skýrslu sem unnin verður úr gögnum sem safnað hefur verið á vegum Náttúrustofu Vestfjarða í Bolungarvík og Háskóla Íslands.

Farið var með hraðbátnum Ingólfi á vegum Sjóferða Hafsteins og Kiddýar og var ferðin samnýtt af Jóni Björnssyni, nýráðnum forstöðumanni Hornstrandastofu sem setti upp "skrifstofuaðstöðu" í Höfn í Hornvík.

Einnig var með í för franska sjónvarpskonan Cecilie Xavier ásamt kvikmyndatökumanni en þau hafa verið á ferð um landið til að vinna efni í þáttaröðina "Guardians of Nature" sem sýnd er í franska sjónvarpinu. Þau höfðu m.a. heimsótt hreindýraslóðir á Austurlandi og Látrabjarg en voru sammála því að hápunktur ferðarinnar væri að fá að fylgjast með refarannsóknunum á Hornströndum, þó ekki væri á neinn annan hlut ferðarinnar hallað.
Vefumsjón