13.07.2008 - 17:42

Hornvík - önnur ferđ

Nú hefst önnur lota athugana á refunum í Hornvík og áhrifum ferðamanna á hegðun þeirra. Gert er ráð fyrir að nú sé umferð ferðamanna á svæðinu í hámarki og verður atferli refanna núna borið saman við það hvernig þeir brugðust við mannaferðum í júní síðastliðinn. Þá var fjöldi para svipaður og hefur verið undanfarin sumur en flest dýrin nokkuð vör um sig eins og oft er þegar fyrstu mannaferða verður vart á vorin, sérstaklega grenlæðurnar. Það er næsta víst að einhverjar tófur hafi vingast við ferðamenn sumarsins eins og áður. Við fylgjumst spennt með fyrstu niðurstöðum athugunarinnar og vonumst til að finna marktækan mælikvarða á atferli dýranna, sem hægt verður að bera saman milli tímabila.

Vefumsjón