14.01.2010 - 18:07

Hjálpleg heimsókn

Nemendurnir bađa sig í fyrstu sól ársins sem kíkti á Eyrardal
Nemendurnir bađa sig í fyrstu sól ársins sem kíkti á Eyrardal
« 1 af 3 »
Á þessum fyrsta degi sem sást til sólar í Súðavík síðan í fyrra, fengum við heimsókn frá hópi nemenda við Strandsvæðastjórnun hjá Háskólasetri Vestfjarða. Þetta fólk kemur héðan og þaðan úr heiminum og hefur ólíka menntun og bakgrunn en öll eiga það sameiginlegt að hafa áhuga á því sem við erum að gera og þykir spennandi að fylgjast með uppbyggingu á þessu spennandi verkefni sem Melrakkasetrið er.
Þau vilja endilega leggja sitt af mörkum og buðu fram aðstoð sína við uppbyggingu hússins, vilja gjarnan hjálpa til við smíðar, málun og annað sem til fellur, sem handlangarar og sumir eru vanir smiðir. Magnús smiður, Bjarni rafvirki og Valur pípari eru nú farnir að venjast því að fá slíka hópa í heimsókn og láta taka af sér myndir við störf. Það er nefnilega talsverður áhugi á gangi mála og nú þegar tíminn fer að verða knappur, er ekki úr vegi að þiggja alla þá aðstoð sem okkur býðst. Við höfum áhuga á að bjóða fólki að koma og vinna sjálfboðaverkefni í húsbyggingunni og er um ýmis verk að ræða, til dæmis þarf að smíða pall utan við húsið en inni er hægt að handlanga eða aðstoða við valin verkefni.
Þeir sem hafa áhuga á að leggja fram vinnu, mega hafa samband við Ómar eða Ester eða senda töluvpóst á melrakki@melrakki.is

*.* margar hendur vinna létt verk *.* 
Vefumsjón