30.03.2010 - 13:50

Hjálparhendur mćttar á svćđiđ

svona lítur ţetta út í dag
svona lítur ţetta út í dag
« 1 af 5 »
Í gær mættu hjálparhendurnar okkar til að vinna í Eyrardalsbænum. Þetta voru þau Alan, Astrid og Óli, öll frá Háskólasetri Vestfjarða (www.hsvest.is). Þau fóru strax í að hreinsa gamla viði sem síðan verður hægt að nota til að reisa vegg á efri hæðinni og stúka af skrifstofu og salerni.
Eins og áður var ekki hikað eða hangsað heldur fóru þau beint að vinna. Við náðum að smella af þeim nokkrum myndum en þau litu varla upp frá verkum sínum.
Við teljum okkur lukkunnar pamfíla að fá þessa hjálp við húsið, gott að vita að fólk sé tilbúið til að gefa okkur af dýrmætum tíma sínum.

- Að sjálfsögðu er mikið verk eftir og ef einhver getur séð sér fært að aðstoða þá er framundan verkefni við að einangra loftið en smiðirnir hans Magnúsar eru nú að gera klárt undir það. Einnig verður farið í útistörf þegar fer að hlýna og vora.
- Kaffihúsið er í vinnslu og gaman væri ef einhver sæi sér fært að sauma með okkur dúka og gardínur þegar þar að kemur.

Vefumsjón