04.03.2011 - 10:06

Heimsóknir í skóla

Sigursteinn ađ spjalla viđ nemendur í Bolungarvík
Sigursteinn ađ spjalla viđ nemendur í Bolungarvík
Melrakkasetrið hefur á stefnuskrá sinni að sinna samfélagsverkefnum eftir fremsta megni. Eitt af því er að fara í skóla og kynna Melrakkasetrið og The Wild North, hugmyndafræðina á bakvið sjálfbæra náttúrulífsferðamennsku og tækifærin sem felast í þessari vaxandi atvinnugrein, vistfræði, mannvernd og dýravernd. Nú er  nýlokið heimsóknum í alla grunnskóla á norðanverðum Vestfjörðum en Ester forstöðumaður og Sigursteinn Másson hjá IFAW hittu nemendur á unglingastigi á Ísafirði, Þingeyri (unglinga- og miðstig), Flateyri, Suðureyri, í Súðavík og Bolungarvík. Eftir er að heimsækja skóla á suðurfjörðum Vestfjarða og Ströndum og vonandi gefst tækifæri til þess fljótlega.

Það virðist mikill áhugi og þekking meðal unglinga á Vestfjörðum og gaman að upplifa hvað þau þekkja margar fugla- og hvalategundir, svo dæmi sé tekið. Sjálfbærni er tiltölulega nýlegt orð en fyrirbærið var stundað í búskap og sjósókn um aldir, enda gerðu menn sér þá grein fyrir því að auðlindina varð að nýta vel og með hóflegum hætti ef hún átti að endast til frambúðar. Talað hefur verið um að nýjustu búskaparhættir og veiðimennska séu síður sjálfbær en það sem áður var og nýting á verðmætum ekki eins góð og áður. Mikilvægt er að þær kynslóðir sem eiga eftir að taka við og búa í landinu, fái tækifæri og öðlist þekkingu til að geta haft tekur af auðlindum landsins á sjálfbæran hátt.
Miðað við þann áhuga og þekkingu sem nemendur sýndu í þessum heimsóknum, lítur út fyrir að landið okkar og náttúruan sé í góðum höndum þegar unga kynslóðin tekur við. Ekki veitir af framsýni og umhverfismeðvitund þegar þau þurfa að finna lausnir við þeim vandamálum sem við eldri kynslóðir skiljum eftir handa þeim.
Vefumsjón