27.01.2009 - 19:27

Handverk óskast

Verkiđ Mannbítur eftir Kolbrúnu Kjarval
Verkiđ Mannbítur eftir Kolbrúnu Kjarval
Melrakkasetur Íslands hefur hug á að hannað verði sérstakt handverk sem yrði til sölu á sýningunni í Eyrardal en líka í vefverslun sem verður fljótlega sett á laggirnar.

Nú óskum við eftir framlagi frá hönnuðum og handverksfólki víða um landið. Efnistök og afurðir eru í höndum viðkomandi og er aðeins ýmindunaraflið takmarkandi. Eina skilyrðið er tilvísun í melrakkann (íslenska refi), þannig að eitthvað sem minnir á tófuna okkar sé í verkinu.
Dæmi: lopapeysur og annar ullarfatnaður með tófumynstri, fígúrur úr þæfðri ull eða tálgað út í við, horn eða bein, málaðar myndir, keramik, textílverk, loðfeldir o.fl. o.fl.

Allar hugmyndir verða skoðaðar og valdir munir verða svo settir í sölu á setrinu og í vefversluninni.

Nánari upplýsingar eru veittar í síma 862-8219 en einnig er hægt að senda fyrirspurn í tölvupósti á melrakki@melrakki.is
Vefumsjón