02.07.2010 - 17:00

Hagyrđingur vikunnar

Valdimar situr í herráđsstofunni
Valdimar situr í herráđsstofunni
Hann Valdi á Mýrum er hagyrðingur vikunnar hjá Ríkisútvarpinu og hann var í viðtali í hádegisútvarpinu í dag.
Valdimar og félagar skipa svokallað herráð en það eru veðimenn í Mýrar og Lækjarsóknum í Dýrafirði.
Í Melrakkasetrinu er sérstök stofa helguð Herráðinu og fleiri veiðimönnum en þar má finna sér ýmislegt til að grúska í, svo sem gamlar blaðafréttir og viðtöl, bækur og fleira lesefni. Eins má setjast í fína sófann hennar Söllu og hlusta á viðtöl við Valda á Mýrum, Guðmundu Guðmundsdóttur - ekkju Jóns Oddsonar refaskyttu og dóttur Guðmundar Einarssonar sem "Nú brosir nóttin" eftir Theodór Gunnlaugsson, fjallar um. Ennfremur er hægt að hlusta á viðtal við Theodór Gunnlaugsson þar sem hann segir frá "tungumáli refanna" og gaggar með ýmsum blæbrigðum.

Viðtalið við Valda er hægt að hlusta á hér 
Vefumsjón