30.06.2010 - 11:51

Gulir gestir í dag

Thelma, Kristinn og Lárus
Thelma, Kristinn og Lárus
« 1 af 3 »
Í dag, miðvikudaginn 30. júní komu leikskólabörn Súðavíkur í heimsókn á Melrakkasetrið. Þau kynntu sér sýninguna og lærðu um melrakkann og veiðimennina. Á eftir fengu þau öll heitt súkkulaði og vöfflu með rebbabarasultu og rjóma. Börnin fengu svo að láni bókina „Brúsi" eftir Finn Torfa en Mál og menning gaf bókina út árið 1997. Bókin verður lesin fyrir börnin í leikskólanum.
Leikskólabörnin voru klædd í gul endurskinsvesti en það voru einnig þrír hjólagarpar sem kíktu við í dag. Þetta voru þau Kristinn Arnar, Lárus og Thelma Hrund en þau eru á hjólaferð um Vestfirði og hafa hjólað alla leið frá Reykjavík. Þrenningin heldur úti bloggsíðu og þar er hægt að fylgjast með ferðum þeirra og ævintýrum, slóðin er www.hringurinn.blog.is
Vefumsjón