02.09.2010 - 15:09

Guđmunda kemur fćrandi hendi

Guđmunda og Ester í Melrakkasetrinu
Guđmunda og Ester í Melrakkasetrinu
Guðmunda Guðmundsdóttir (f. 10.6. 1926) er yngsta dóttir Guðmundar Einarssonar refaskyttu frá Brekku á Ingjaldssandi. Bókin „Nú brosir nóttin" eftir Theodór Gunnlaugsson, fjallar einmitt um æviminningar Guðmundar.
Eiginmaður Guðmundu, Jón Hafsteinn Oddsson (f. 1. 7. 1926 - d. 23. 7. 2007), frá Álfadal á Ingjaldssandi, var einnig grenjaskytta og einn af afkastamestu veiðimönnum síns tíma. Í viðtali sem Valdimar H. Gíslason, sagnfræðingur og refaskytta frá Mýrum í Dýrafirði tók við Guðmundu á síðasta ári, segir hún frá þessum tveimur mönnum, útbúnði þeirra við veiðar, nesti og fleiru. Viðtalið er í fullri lengd á sýningu Melrakkasetursins. 
Á sýningunni eru fleiri munir frá Guðmundu, forláta fótbogi sem eiginmaður hennar, Jón Oddsson, notaði við grenjavinnslu. Fótbogann fékk Jón hjá Sigurði Samsonarsyni frá Súgandafirði.
Á myndinni er Guðmunda með fótbogann og myndir af föður sínum og eiginmanni.
 
Vefumsjón